Fréttir

Edda Falak tók viðtal við ofbeldismann: „Ég beitti konuna mína kynferðislegu ofbeldi“

By Ritstjórn

June 14, 2022

„Ég var að beita líkamlegu og andlegu ofbeldi gagnvart konunni minni og börnum. Ég beitti konuna mína líka kynferðislegu ofbeldi” segir hann, en hann kýs að koma fram undir nafnleynd,“ segir á Facebook-síðu hlaðvarpsins Eigin Konur.

„Markmiðið með þættinum er að fá dýpri mynd af vandanum að tala sér­stak­lega við karla sem hafa beitt of­beldi. Hvað er ofbeldi og hvernig upplifum við það?“

Þá er einnig grein frá því að „í þættinum förum við yfir reynslu hans af því að beita ofbeldi og afhverju hann ákvað að leita sér hjálpar.

“Ég hefði ekki farið ótilneyddur, óumbeðinn á sínum tíma […] ég hefði aldrei verið að fara að niðurlægja sjálfan mig með því að segja að ég væri eitthvað vandamál. […] ég þurfti bara smá úrslitakost” segir hann í þættinum.“

Ennfremur að „það eru 12 ár síðan hann ákvað að leita sér hjálpar hjá „Karlar til ábyrgðar” eða það sem heitir „Heimilsfriður“ í dag.

„Það hefði ekki verið nóg fyrir mig að fara bara í meðferð” segir hann og bætir því við að menn geti alveg hætt að drekka áfengi og samt haldið áfram að beita ofbeldi.