- Advertisement -

Eða merkir þetta ef til vill ekki nokkurn skapaðan hlut?

Eða merkir þetta ef til vill ekki nokkurn skapaðan hlut?

Jón Örn Marinósson skrifar:

Hvað merkir eiginlega „að tryggja gagnsæi í upplýsingagjöf í reikningsskilum“ fyrirtækja? Merkir þetta að með löggjöf eigi að tryggja að þessar upplýsingar séu réttar? Eða merkir þetta að með löggjöf eigi að tryggja að ævinlega sé hverjum manni ljóst hvort upplýsingar með reikningsskilum séu réttar eða rangar? Eða merkir þetta ef til vill ekki nokkurn skapaðan hlut? Ég verð að segja eins og er að sem umbótaþega í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur þykir mér þetta orðlag afar ógagnsætt. Ég held reyndar að þessar tilteknu „umbætur“ eigi ekki eftir að breyta neinu að ráði um siðgæði í íslensku atvinnulífi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: