„eða láta draga úr sér tennurnar“
Við sem samfélag getum gert svo miklu betur og boðið fólk velkomið.
Þór Saari skrifar:
Smá upplýsingar til þeirra sem halda að flóttamenn lifi hér lúxuslífi og séu þess valdandi að ekki séu til peningar í annað:
„Tannlæknaþjónusta sem hælisleitendur á Íslandi fá felst í tveimur valkostum. Annaðhvort taka verkjalyf við tannpínu eða láta draga úr sér tennurnar. Í undantekningartilvikum er gert við tennur í börnum þjáist þau af tannpínu“ . . . „Vissir þú t.d. að stærstu flóttamannabúðir í heiminum eru í Kenía og Úganda og að fátækustu ríki heims hýsa langstærstan hluta þeirra 65 milljón manna sem eru á flótta undan hamförum, stríðsátökum, ofsóknum og fátækt? Við sem samfélag getum gert svo miklu betur og boðið fólk velkomið, sama hvaðan það kemur, hvaða tungumál það talar, hvernig það lítur út.“ Takk Rauði kross og aðrir sjálfboðaliðar.