- Advertisement -

Dýrkeyptur ófriður meðal launafólks

Hann var sem hrópandinn í eyðimörkinni.

Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru ljósið í myrkrinu. Það er hreint fráleitt að þau hafi ekki fengið frið til að stýra Alþýðusambandinu. Þau þrjú hafa sýnt af sér meira áræðni en lengi hefur þekkst.

Byrjum á Vilhjálmi. Áður en hann fékk skoðanafélaganna Ragnar Þór og Sólveigu Önnu með sér var hann hæddur á þingum Alþýðusambandsins. Þar var neitað að hlusta á hann, hvað þá meira. Í mín eyru var ýmislegt um hann sagt. Mikill meirihluti þoldi hann ekki og reyndi hvað hægt var til að gera lítið úr honum.

En hvers vegna? Vegna þess að hans áætlanir kostuðu mikla vinnu og yfirsetu. Vilhjálmur vildi ekki bara hafa kósífundi þar sem allt var steypt í sama mót. Vilhjálmur er baráttumaður. Hefur til að mynda barist manna mest gegn verðtryggingunni. Hann var sem hrópandinn í eyðimörkinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Káinn:
Góður, betri, bestur
burtu voru reknir.
Illur, verri, verstur
voru aftur teknir.

Ragnar Þór kom næst. Vann glæstan sigur í VR. Ragnar Þór er líka baráttumaður. Vel að sér um svo margt. Hann á til að mynda rætur í Hagsmunasamtökum heimilanna. Þar, sem og í VR, hefur hann verið ódeigur við að segja sínar skoðanir. Ragnari hefur tekist að halda frið innan síns stóra félags. Þrátt fyrir hversu mikið hann hefur beitt sér í baráttu þeirra félagsmanna sem lökust hafa kjörin. Ragnar Þór er launafólki nauðsynlegur.

Sólveig Anna er ekki eftirbátur hinna. Hún er baráttukona sem fer sínar leiðir. Þegar starfsfólk Eflingar gerði henni lífið þar óbærilegt kom hún aftur og var endurkjörin. Með glæsibrag. Verkafólkið finnur von þar sem Sólveig Anna fer. Hún hefur sýnt, með skýrum hætti, að hún hefur kjark og baráttuþrek.

Það er vont að kraftar þeirra verða ekki nýttir í forystu ASÍ.

Káinn hefur ort um þetta og best er að enda á vísunni hans:

Góður, betri, bestur
burtu voru reknir.
Illur, verri, verstur
voru aftur teknir.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: