- Advertisement -

Dýrari er lax en öryrki

Ég er þess fullviss að Ásmundur Einar Daðason hefur hvorki lesið þessi orð eða heyrt þau.

Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, skrifar:

-sme

Vanmáttur félagsmálaráðherrans, Ásmundar Einars Daðasonar, er algjör. Hann getur ekkert og gerir því ekkert. Sallarólegur horfir hann á ólýsanlegan vanda öryrkja. Á fólk sem á ekki einu sinni fyrir mat. Ráðherrann verst og segir að lögin útiloki viðbrögð. Þvílíkur endemis þvættingur. Þessi sami ráðherra tók fullan þátt í að fleyta í gegnum þingið breytingar á lögum til að laxeldi við Vestfirði yrði ekki fyrir raski. Hér skortir auman ráðherrann vilja. Nema staðan sé sú að Bjarni segi nei. Það þýðir þá nei.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hvernig getum við leyft okkur að breyta dráttarvöxtum í refsingu til að ná 60, 70 og yfir 100% til baka af viðkomandi einstaklingum, veiku fólki, með lögum frá Alþingi? Það stendur skýrt í stjórnarskránni að það sé bannað að mismuna. Hvernig getum við haft svona lög? Og að það skuli vera gert þannig að skuldir upp á hundruð þúsunda séu stofnaðar vegna dráttarvaxta sem venjulegt fólk úti í bæ fær að eiga, dráttarvaxta vegna þess að það dróst úr hófi fram að borga þessu fólki það sem það átt rétt á.“

Þetta er meðal þess sem Guðmundur Ingi Kristinsson sagði á Alþingi í gær. Ég er þess fullviss að Ásmundur Einar Daðason hefur hvorki lesið þessi orð eða heyrt þau. Hann er ekki maður til þess. Stendur fullkomlega ráða- og viljalaus hjá þegar takast þarf á við fáránlegan vilja Ásmundar Einars og þingheims.

Þetta er vægast sagt óþolandi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: