- Advertisement -

Dugar ekkert annað en að þjóðnýta kvótann

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Katrín Baldursdóttir.

Trúir fólk því í alvöru að þeir sem mergsjúga arðinn af sjávarauðlindinni okkar séu það klárir og vel gefnir að þeir séu þeir einu sem geti rekið sjávarútvegsfyrirtæki. Þess vegna sé réttlætanlegt að þeir græði milljarða á milljarða á ofan. Okkur er talið trú um að núverandi kvótakerfi sé það eina sem blífi. Almenningur sé svo vitlaus að honum sé ekki treystandi fyrir auðlindinni. Kvótagreifarnir hafa keypt fjölmiðla til að troða þessari skoðun í hausinn á fólki. Þetta er auðvitað mesta bull sem nokkru sinni hefur verið haldið fram á Íslandi. Það er allt morandi í hæfileikaríku fólki á Íslandi sem getur rekið sjávarútveginn með hagnaði og þannig að allir landsmenn fái réttlátan skerf af hagnaðinum. Það dugar ekkert annað en að þjóðnýta kvótann og það strax. Þorsteinn Már og þessir gæjar sem fara með auðlindanna eins og þeir eigi hana sjálfir og skuldlaust, eru ekkert annað en þjófar, skattsvikarar og algjörlega siðlausir. Og þeir ræna ekki bara á Íslandi heldur fara eins og sjóræningjar um önnur höf og svíkja fé af fátækum löndum. Svo fá þeir sér færustu menn í bókhaldsbrellum til að mergsjúga til sín fé þannig að það líti betur út á pappírunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En meðan þessi ríkisstjórn er við völd mun ekkert gerast. Vinstri grænir samþykkja þetta mesta hneyksli Íslandssögunnar og Sjálfstæðismenn beinlínis vinna fyrir þessa menn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: