- Advertisement -

Drullukaka í matinn

Ögn síðar segir í boðskapnum: „…fátt bendi til þess að bankar í Skandinavíu vilji fjárfesta í fjármálastofnunum hér á landi.“

Sigurjón Magníus Egilsson skrifar:

Sjálfstæðisflokkurinn vinnur hörðum höndum að einkavæða viðskiptabankana, Íslands- og Landsbanka. Ekki er annað að sjá að óþarft verði að leita samþykkis „samstarfsflokkanna“ í valdstjórninni. Mogginn býður í dag upp á „skýringar“ á því sem er matarborðinu í undanfara bankasölunnar.

„Meðal hugmynda sem hlotið hafa góðan hljómgrunn meðal sérfræðinga er sameining Arion banka og Íslandsbanka samhliða sölu Landsbankans. Með sameiningunni færi ríkið með u.þ.b. 40% eignarhlut í stórum banka, sem skráður er á markað í Svíþjóð og á Íslandi. Þannig fengist aukin stærðarhagkvæmni og söluvænni banki. Ríkið myndi jafnframt eftirláta sérfróðum aðilum að straumlínulaga bankann ásamt því að tryggja öflugt aðhald. Í framhaldinu yrði eignarhlutur ríkisins seldur smám saman þegar hagstætt verð fengist.“

Annað eins delerí hefur ekki verið borið á borð lengi vel.

Annað eins delerí hefur ekki verið borið á borð lengi vel. En þetta er ekki allt. Mogginn bendir pent á hver ræður, það er Bjarni Benediktsson, hér nefndur sem Bankasýsla:

„Á næstu vikum er að vænta skýrslu Bankasýslu ríkisins þar sem ákvörðun verður tekin um hvort hefja eigi söluferli ríkisbankanna. Athyglisvert verður að fylgjast með niðurstöðu Bankasýslunnar, en líkur eru á því að söluferli bankanna hefjist síðar á þessu ári.“

Sala hefst síðar á þessu ári segir flokkurinn friðsami. Deleríinu er ekki lokið:

„Að sögn viðmælenda Morgunblaðsins yrði fyrsti kostur líklega sá að fá norræna banka sem þátttakendur í útboðinu auk þess sem reynt yrði að komast hjá sölu stórra hluta til erlendra vogunarsjóða.“

Ögn síðar segir í boðskapnum: „…fátt bendi til þess að bankar í Skandinavíu vilji fjárfesta í fjármálastofnunum hér á landi.“

Þessi drullukaka er með hreinum ódæmum. Víst er samt að „samstarfsflokkarnir“ kyngja henni, rétt sem öðru.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: