- Advertisement -

Drífu uppsigað við ferðaþjónustu?

Ferðaþjónusta er „frek á starfsfólk“. Ha? Einhverjir myndu tala um ferðaþjónustu sem „atvinnuskapandi“.

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ekki sátt við Drífu Snædal forseta ASÍ:

„Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur átt það til að láta það berlega í ljós, að henni er uppsigað við ferðaþjónustu. Það er reyndar rétt hjá henni að það stendur til að hefja formlega stefnumótun stjórnvalda í ferðaþjónustu nú á haustdögum og ljúka henni snemma á næsta ári. Þessi stefnumótunarvinna er með öðrum orðum ekki hafin enn þá og því einkennilegt að fullyrða um hvað þessi stefna muni innihalda og hvað ekki og hverjir verða kallaðir til ráðgjafar við mótun stefnunnar. Hins vegar má benda Drífu á það að stefnumótun stjórnvalda er ekki stefnumótun fyrirtækja í greininni. Alvarlegt finnst mér hins vegar hvernig Drífa talar um ferðaþjónustu og ferðaþjónustufyrirtæki almennt. Ferðaþjónusta er „frek á starfsfólk“. Ha? Einhverjir myndu tala um ferðaþjónustu sem „atvinnuskapandi“. Eru það ekki hagsmunir launþega um allt land og þjóðfélagsins í heild að til verði störf?

Það vill nú svo til, að það er ferðaþjónusta, sem hefur skapað flest störf á Íslandi undanfarin ár og komið þjóðinni upp úr öldudal og atvinnuleysi eftirhrunsáranna. Það er einnig mjög alvarlegt að halda því fram að að réttindabrot séu regla fremur en undantekning í ferðaþjónustu og að „launum sé haldið niðri“. Hvað í ósköpunum á forseti ASÍ við með því? Eftir því sem ég best veit, þá starfa íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í samræmi við lög og reglur á íslenskum vinnumarkaði og greiða laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum, sem eru undirskrifaðir af bæði fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Ég fullyrði því að réttindabrot af hvaða tagi sem er, eru algjörar undantekningar hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu og því er óþolandi fyrir atvinnugreinina að sitja undir svona dylgjum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: