Drífa hefur sofnað ofan í súpuna
Flest ætla þau að hafa hamborgarhrygg í jólamatinn.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Drífa hjá ASÍ hefur sofnað ofan í súpuna á jólunum, Vilhjálmur á Akranesi kann ekki að elda og kallaður „Villi Vilko“(súpa). Aðalsteinn á Húsavík ræktar Vegan sauði, Sonja Ýr hjá BSRB er með bilaðan bakarofn og Ragnar Þór hjá VR lofar að redda rafvirkja. Flest ætla þau að hafa hamborgarhrygg í jólamatinn. En fyrst og fremst stóru málin.
Liðsmenn í landsliðið verkalýðshreyfingarinnar segja ekki koma til greina að launafólk borgi brúsann af hamförunum vegna veirunnar. Landsliðið stendur fast á því. En hvaða aðferðum á að beita? Allt þetta og miklu meira í þessum jólaþætti Kaffistofunnar á Samstöðinni.
Hér er hægt að hlusta á þáttinn.