Greinar

Drífa hafnar alfarið vilja Katrínar

By Ritstjórn

November 27, 2020

Drífa Snædal, forseti ASÍ skrifaði:

Hér boðar forsætisráðherra algera stefnubreytingu sem skerðir möguleika vinnandi fólks til að berjast fyrir sínum kjörum. Öðruvísi mér áður brá! Verkfallsrétturinn er mikilvægasti réttur vinnandi fólks og oft og tíðum eini möguleikinn til að knýja fram betri kjör. Þetta verður ekki grundvöllur samtals um vinnulöggjöfina, það er á hreinu!