- Advertisement -

Draumurinn um sparipeninga fólks

Það er of skammt frá hruninu.

„Mörg­um finnst það merki um ómerki­leg­an hugsana­gang smá­borg­ar­ans að láta sig dreyma um að launa­fólk geti tekið virk­an þátt í at­vinnu­líf­inu með því að eign­ast í fyr­ir­tækj­um, litl­um og stór­um. Fátt virðist verra í huga fjand­manna einkafram­taks­ins en að al­menn­ing­ur nái að byggja enn eina stoðina und­ir eigna­mynd­un með sparnaði í formi hluta­bréfa. Til­raun­ir til að ryðja braut launa­fólks inn í at­vinnu­lífið m.a. með skatta­leg­um hvöt­um eru eit­ur í bein­um þeirra,“ þannig byrjar Óli Björn Kárason Moggagrein sína í dag.

Enn á ný viðrar hann þá framtíðarsýn að við almenningur felum viðskiptalífinu að ávaxta sparipeningana okkar. Það er of skammt frá hruninu. Sárin eru ekki gróin. Allur almenningur hlýtur að varast frekari þátttöku en gert er með lífeyrissjóðunum. Óli Björn og aðrir verða að skilja að það verður að vinna sér inn traust. Traustið vantar og þá um leið áhugann og viljann.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur alla tíð bar­ist fyr­ir þátt­töku al­menn­ings í at­vinnu­líf­inu,“ skrifar Óli Björn og endar grein sína svona: „

„Ung­ir sjálf­stæðis­menn lögðu grunn­inn að þeirri bar­áttu þegar á fjórða ára­tug síðustu ald­ar. Mark­miðið hef­ur verið skýrt; að gera launa­fólk að eigna­fólki, tryggja fjár­hags­legt sjálf­stæði þess og skjóta styrk­ari stoðum und­ir fyr­ir­tæk­in – einkafram­takið. Eykon [Eyj­ólf­ur Kon­ráð Jóns­son] nefndi þenn­an draum „auðræði al­menn­ings“. Hann var sann­færður um að trygg­ing fyr­ir heil­brigðu sam­fé­lagi og lýðræði væri að sem allra „flest­ir ein­stak­ling­ar séu fjár­hags­lega sjálf­stæðir; þeir eigi hlut­deild í þjóðarauðnum, en séu ekki ein­ung­is leiguliðar eða starfs­menn rík­is­ins“. Póli­tísk­ir lukk­uridd­ar­ar og óvild­ar­menn einkafram­taks­ins skilja ekki drauma af þessu tagi og kald­ur hroll­ur hríslast um þá alla við þá til­hugs­un að al­menn­ing­ur og at­vinnu­lífið eigi með sér nána og opna sam­vinnu.“

Óli Björn Kárason og aðrir þeir sem reyna allt hvað þeir geta til að koma krumlunum í sparifé hins venjulega Íslendings verður að gera betur en þetta. Sparibaukarnir eru lokaðir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: