- Advertisement -

Dragið úr fjandans okrinu

- leiðari dagsins

Áður en við tökum umkvartanir ferðaþjónnustunnar inn á okkur, verðum við að gera þá kröfu að fyrst verði dregið úr hinu gegndarlausa okri, sem er stundað og hefur verið stundað hér á landi.

Vissulega er gengi krónunnar afbrigðilega hátt. Aðrar atvinnugreinar eiga meira bágt en ferðaþjónustan. Nýusköpunarfyrirtæki eiga sannarlega erfitt vegna stöðu krónunnar. Af þeim má hafa áhyggjur, langtum frekar en ferðaþjónustunni.

Ferðaþjónustan getur byrjað á að laga til heima fyrir. Hvergi, svo vitað sé, kosta bílaleigubílar meira en hér á landi. Fátítt er að hótel, og önnur gisting, kosti meira í öðrum löndum en hér hjá okkur. Sama má segja um veitingar hér og þar. Flest er á sömu bókina lært. Okkur blöskrar.

Meira að segja kostar kalt vatn komið á flösku nokkru meira en bensínlítri, sem þó er sogaður upp úr jörðinni fjarri Íslandsstörndum, unninn í olíuhreinsunarstöð og ég veit ekki hvað. Síðan er siglt með hann langa leið. Hingað kominn á dælu, með öllum álögum olíufélaganna, sköttum ríkisins og öllu heila klabbinu, kostar hann minna en kalt íslenskt vatn á plastflöksu. Þetta er bara ekki hægt. Og ekki boðlegt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Afpantanir Íslandsferða yrðu færri, já eflaust mun færri, væri okrið hóflegra.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: