Fréttir

Draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu og Matvælastofnun

By Miðjan

November 18, 2023

„Við höf­um lagt fyr­ir ráðuneytið drög að nýrri gjald­skrá sem kynnt var í sam­ráðsgátt stjórn­valda í vor, en hef­ur því miður ekki fengið braut­ar­gengi. Við horf­um í þær at­huga­semd­ir sem þarna koma fram og erum í stöðugri vinnu við að bæta okk­ar verklag sem við höf­um verið að þróa sl. tvö ár. Þeirri vinnu verður haldið áfram til að gera stofn­un­ina eins skil­virka, mál­efna­lega og hnit­miðaða og mögu­legt er. En það breyt­ir því ekki að við erum í dag að nýta fjár­magn sem ætlað er öðrum lög­bundn­um verk­efn­um en eft­ir­liti til þess að for­gangsraða í þágu eft­ir­lits, en við get­um ekki rukkað nema um helm­ing af raun­kostnaði fyr­ir það eft­ir­lit sem við fram­kvæm­um. Það er gríðarlega al­var­legt,“ seg­ir Hrönn Ólína Jör­unds­dótt­ir, forstjóri Matvælastofnunar í Mogga dagsins.

Á sama tíma rökstyðja forsvarsfólk Samkeppniseftirlitsins að þar vanti peninga til að geta sinnt frumkvæðisrannsóknum. Í stað þess að verða við þeim óskum hefur verið ákveðið að herða enn að eftirlitinu. Gera það verr í stakk búið til að sinna sínum skyldum. Hvers vegna? Eru það hefndir vegna rannsókna á Eimskip og Samskip?

Rétt er að geta þess að til stendur að veikja stoðkerfi flóttafólks hér á landi.

Óli Björn talaði um að réttast sé að sýna hinn harða stálhnefa. Honum er beitt víða í dag.