„Við höfum lagt fyrir ráðuneytið drög að nýrri gjaldskrá sem kynnt var í samráðsgátt stjórnvalda í vor, en hefur því miður ekki fengið brautargengi. Við horfum í þær athugasemdir sem þarna koma fram og erum í stöðugri vinnu við að bæta okkar verklag sem við höfum verið að þróa sl. tvö ár. Þeirri vinnu verður haldið áfram til að gera stofnunina eins skilvirka, málefnalega og hnitmiðaða og mögulegt er. En það breytir því ekki að við erum í dag að nýta fjármagn sem ætlað er öðrum lögbundnum verkefnum en eftirliti til þess að forgangsraða í þágu eftirlits, en við getum ekki rukkað nema um helming af raunkostnaði fyrir það eftirlit sem við framkvæmum. Það er gríðarlega alvarlegt,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar í Mogga dagsins.
Á sama tíma rökstyðja forsvarsfólk Samkeppniseftirlitsins að þar vanti peninga til að geta sinnt frumkvæðisrannsóknum. Í stað þess að verða við þeim óskum hefur verið ákveðið að herða enn að eftirlitinu. Gera það verr í stakk búið til að sinna sínum skyldum. Hvers vegna? Eru það hefndir vegna rannsókna á Eimskip og Samskip?
Rétt er að geta þess að til stendur að veikja stoðkerfi flóttafólks hér á landi.
Óli Björn talaði um að réttast sé að sýna hinn harða stálhnefa. Honum er beitt víða í dag.