Fréttir

Dómur: Lögreglustjórinn braut lög

By Miðjan

March 29, 2017

Lögreglustjórinn í Reykjavík braut gegn jafnréttislögum og ríkinu ber þess vegna að borga 800 þúsund krónur í miskabætur.

Kona, sem sótti um stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns, hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, og stefndi íslenska ríkinu vegna þess að hún var ekki ráðin. Héraðsdómur segir að ekki hafi komið fram að henni bæri staðan. Hins vegar segir dómurinn að henni hafi verið; „….í ráðningarferlinu, mismunað stefnanda á grundvelli kynferðis hennar.“

Og þar með gerðist embættið brotlegt gegn jafnréttislögum. „Verður að telja slík brot almennt til þess fallin að valda þeim sem fyrir slíkri mismunun verður miska,“ segir meðal annars í dómnum.