- Advertisement -

Dómsmálin: Sjö ráðherrar á sex árum

Það verður fróðlegt að sjá hvað verður.

Helga Vala skrifar:

Hugur minn í dag er hjá starfsfólki dómsmálaráðuneytis sem nú veltir fyrir sér hvaða ráðherra komi til með að mæta til starfa þar í dag. (Eða á morgun faktískt). Sit nú fundi í fjárlaganefnd þar sem starfsfólk ráðuneyta kynna ársskýrslur síðasta árs og eru í fyrsta sinn að upplifa að vera með sama ráðherra að kynna stöðu og bar ábyrgð á henni á síðasta ári. Það er afskaplega jákvætt að hafa samfellu en því miður þá mun dómsmálaráðuneytið ekki ná því í bráð frekar en fyrri daginn. Munum að frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tók við umræddu ráðuneyti árið 2013 hafa að mér sýnist 7 ráðherrar komið að þessu ráðuneyti eða verkefnum þar (skipan dómara) í lengri eða skemmri tíma. Sjö ráðherrar á sex árum. Það verður fróðlegt að sjá hvað verður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: