- Advertisement -

Dómsmálaráðuneytið véfengir meðmælalista Landsflokksins

Jóhann Sigmarsson skrifar:

  Formaður Landsflokksins skrifar um afleita stjórnsýslu sem flokkur hans ætlar m.a. að takast á við komist hann í ríkisstjórn.

Það lítur út fyrir að dómsmálaráðuneytið hafi vísvitandi verið að tefja framgang nýs framboðs þegar að einungis eru 55 dagar til kosninga. Það er ekkert lýðræðislegt við það, en engu að síður kunnugleg aðferð innan stjórnsýslunnar á Íslandi að setja út á, synja eða ekki að svara erindum fólks í tíma til að tefja fyrir eða að fá fólk til að gefast upp og láta viðkomandi brenna út á tíma. Það eru komnar 5 vikur síðan að Landsflokkurinn sendi  meðmælalista inn fyrir listabókstafinum L til dómsmálaráðuneytisins. Hjördís Stefánsdóttir hjá dómsmálaráðuneytinu tjáði mér símleiðis að það yrði samþykkt í sömu viku sem að gerðist að sjálfsögðu ekki. Ég spurði hana m.a. í einu símtalinu þegar að við vorum búin að    fá u.þ.b. 150 handskrifaðar undirskriftir hvort að við ættum að klára undirskriftirnar rafrænt? Hún svaraði því neitandi. Hún sagði ennfremur að fyrst að við værum búin að ná þessari undirskriftasöfnun, þá væri æskilegt að við myndum klára að biðja fólk um að skrifa undir handskrifaða lista og skila svo til ráðuneytisins sem að við gerðum. Hjördís var líka búin að segja mér að rafræna kerfið vegna kosninganna yrði tilbúið 7 júní 2021 sem að stóðst ekki. Það var frá16 júlí sem að var hægt að skila inn rafrænum undirskriftum. Við erum búin að eyða u.þ.b. fjórum mánuðum í að safna undirskriftum og að tala við ráðuneytið. Handskrifaðar undirskriftir voru alls 342 sem að var ætlað fyrir listabókstafinn L í  alþingiskosningunum 25. september 2021 næstkomandi. Það var ekki ein einasta eiginhandaráritun samþykkt vegna formsgalla að það voru ekki dagsetningar á listunum sjálfum. Við fengum hvorki sérstakt eyðublað né upplýsingar um það hvernig átti að safna eiginhandaráritunum, þó að við hefðum allavega verið fimm sinnum í sambandi við  ráðuneytið áður en þeim var safnað. Þeim undirskriftum sem að við höfðum safnað sendi ég áfram í netpósti til annars sjálfboðaliða með því að taka ljósmyndir af listunum. Listarnir voru sjálfkrafa dagsettir af símanum og því áttum við að geta notast við þær dagsetningar.

Ekkert gruggugt við meðmælalistanna

Allir þeir sem að skrifuðu undir eru almenningur, kosningabært fólk á Íslandi. Mér vitanlega  er allt fólkið lifandi og vonandi við góða heilsu. Dómsmálaráðuneytið kom með athugasemd um dagsetningarnar. Villur og dagsetningar í meðmælalistunum voru leiðréttar, en samt fengum við ekki listabókstafinn. Það var nú ekkert gruggugt við þessa meðmælalista, nema að það hafi verið misskilningur í dagsetningu sem hefði nú verið hægt að leiðrétta með þessum hætti. Landsflokkurinn er stofnaður 20. mars 2021 á sama sólahring og byrjaði að gjósa á Reykjanesi. Þessir listar eru til að styðja við framboðið og undirskriftirnar eru allar nýlega gerðar, til hvers ættum við að hafa þessar undirskriftir annars? Okkur finnst það  undarlegt af ráðuneytinu að láta okkur þurfa að safna undirskriftunum aftur rafrænt. Ef dómsmálaráðuneytið getur ekki treyst á þessar dagsetningar úr símanum mínum sem að er með þeim fullkomnustu á markaðnum í dag, hvernig ætti þá ráðuneytið að geta treyst á rafrænar undirskriftir sem að allar eru gerðar með svipuðu kerfi? Við þurfum að safna öllum undirskriftum aftur fyrir sama tilgang rafrænt. Auðvitað vill dómsmálaráðuneytið ekki  gangast við neinum mistökum og fríar sig allri ábyrgð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Alþingiskosningar eiga að vera lýðræðislegar

Alþingiskosningar eiga að vera lýðræðislegar sem að allir Íslendingar hafa aðgang að. Alþingiskosningar eiga ekki að vera undir ákvörðun einstakra flokka, ráðuneyta eða geðþótta pólitískra þvinganna yfirmanna hjá ríkinu. Meðal annars er a.m.k. einn ráðherra búinn að koma fram í viðtali og segja að það séu alltof margir flokkar á þingi og nokkrir aðrir að koma sem að vilja breyta stjórnsýslunni. Ég spyr afhverju fer vinurinn þá bara ekki af Alþingi með sig og sinn flokk svo að fleiri komist að? Íslendingar þurfa ekkert lýðskrum á Alþingi. Stjórnmálafólki er bara potað niður af flokkunum í einhverja stjórn hjá hinu opinbera strax eftir skóla og situr í þægilegri stöðu til æviloka, án allrar ábyrgðar þó það skilji eftir sig sviðna jörð. Aldirnar hafa einnig borið þess slóð að ættir og ættliðir hafi  sogað sig inn í allt kerfi stjórnsýslunnar á Íslandi. Sjálftakan og völdin frá þjóðinni ganga því í erfðir, oft með tilheyrandi braski og misnotkun á aðstöðu. Það þarf að hreinsa til í stjórnsýslunni og minnka báknið við hana. Við viljum takmarka tíma á setu fólks í stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera til að gefa öðrum færi á henni líka. Það er fullt af snillingum hérna úti.

Við biðlum nú til fólks

Við þurfum út af ofangreindum ástæðum að safna 300 til 320 undirskrifum rafrænt vegna listabókstafsins L fyrir Landsflokkinn svo að framboðið verði tekið gilt. Stuðningur þinn skiptir máli. Vinsamlegast hjálpaðu okkur við að skrá Landsflokkinn með nafninu þínu fyrir listabókstafinn L fyrir Alþingiskosningar, september 2021 svo að við getum boðið fram á  landsvísu. Til að skrá listabókstafinn L fyrir Landsflokkinn þá getið þér opnað vefsíðu Landsflokksins http://landsflokkurinn.is/?page_id=8 og ýtt á hnappinn, skráning á listabókstafnum L fyrir Landsflokkinn. Þá koma upp rafræn skilríki í síma á mínar síður Ísland.is. Þar getur þú skráð inn símanúmer þitt til að setja inn stuðninginn við framboðið.

„SAMAN GETUM VIÐ BÚIÐ LÝÐRÆÐIÐ TIL BETRI VEGAR“

 Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: