Stjórnmál „Lög sem ekki er framfylgt eru einskis virði. Við Íslendingar höfum í seinni tíð séð með eigin augum að það eru lögbrotin sem hrjá okkur, ekki skortur á lögum. Kærunefndir taka sig til og útdeila tugum milljarða án lagaheimilda. Þegar upp verður staðið er óvíst að landið okkar standi þau hundraða milljarða útgjöld af sér,“ segir í niðurlagi greinar sem Einar S. Hálfdánarson skrifar í Mogga dagsins.
„Reykjavíkurborg brýtur eigin lögreglusamþykkt; lögreglan samþykkir athæfið. Ólöglegar fjársafnanir, mútur, hatursfull ummæli. Björn Jón Bragason rekur löglaust athæfi Seðlabankans í bók sinni. Bankaráðið lætur sér bara vel líka.
Við gerum þá kröfu til sjálfs ráðuneytis dómsmála að það fari að lögum. Treysti yfirstjórn ráðuneytisins sér ekki til þess þarf menn með kunnáttu og kjark til að framfylgja íslenskum lögum,“ skrifar Einar.