- Advertisement -

Dómsmálaráðherra og heimilisofbeldið

Sigríður Björk Guðjónsdóttir:
Ofbeldisvarnarnefnd hefur áhyggjur af því að heimilisofbeldi aukist á þessum óvissutímum og að það gæti orðið alvarlega.

„Ofbeldisvarnarnefnd vil undirstrika að aukið aðgengi að áfengi er ekki ráðlegt skref þar sem það mun að líkum leiða til aukinnar tíðni ofbeldis,“ segir ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur. Þar sitja meðal annarra Sigrípur Björk Guðjónsdóttir ríkislögrelgustjóri og Sigþrúður Guðmundsdóttir, sem stýrir Kvennaathvarfinu.

Fólk sem talar af reynslu og talar af þekkingu.

Í Fréttablaðinu segir í frétt: „Frumvarp um breytingu á áfengislögum er enn á þingmálaskrá dómsmálaráðherra en mörg stjórnarmál hafa verið skorin niður vegna kórónafaraldursins. Í endurskoðaðri þingmálaskrá sem send var þinginu fyrr í vikunni kemur fram að áfengisfrumvarpið sé tilbúið til framlagningar í ríkisstjórn. Í frumvarpinu er mælt fyrir um rýmri heimildir til netverslunar og sölu áfengis á framleiðslustað.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þess þá heldur viljum við hvetja alla að vera vakandi.

Þetta er flestu fólki óskiljanlegt. Dósmálaráðherra og ríkislögreglustjóri tala hvor í sína áttina. Meiningamunurinn er klár.

„Ofbeldisvarnarnefnd hefur áhyggjur af því að heimilisofbeldi aukist á þessum óvissutímum og að það gæti orðið alvarlega. Vísbendingar eru um að erfiðara sé fyrir konur að komast út úr aðstæðum þar sem hvers konar ofbeldi er beitt nú þegar fólki er ráðlagt að vera heima hjá sér öllum stundum. Það hefur verið aukning í heimilisofbeldismálum frá áramótum og vel verður fylgst með þróun þess á næstu vikum. Auglýsingar og fræðsluefni hefur verið útbúið hjá Reykjavíkurborg, Kvennaathvarfi, landlækni og lögreglu og því verður dreift sem víðast. Ofbeldisvarnarnefnd vil undirstrika að aukið aðgengi að áfengi er ekki ráðlegt skref þar sem það mun að líkum leiða til aukinnar tíðni ofbeldis. Einnig hefur nefndin sérstakar áhyggjur af börnum sem búa við erfiðar og óásættanlegar aðstæður vegna takmörkunar á skólasókn um þessar mundir. Ekki síst börnum með fatlanir og fjölskyldum þeirra, þar getur mætt mikið á foreldrum sem eykur álag á alla. Alla jafna eru helstu tilkynnendur um ofbeldi gagnvart börnum starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundar. Þess þá heldur viljum við hvetja alla að vera vakandi og tilkynna og ef okkur grunar að einhver sé þolandi ofbeldis og jafnframt ef einhver er mögulega gerandi ofbeldis.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: