„Eru líkur á því að Ísland og Íslendingar geti orðið bjargvættir íbúa þessara þjáðu landa? Það liggur í augum uppi að íslensk mannúð getur ekki bjargað heiminum,“ segir í grein sem Vilhjálmur Bjarnason skrifar í Moggann.
„Nú þarf dómsmálaráðherra að líða fyrir það að framfylgja þessari löggjöf. Þess er krafist að dómsmálaráðherra og eftir atvikum dómarar túlki löggjöf með skapandi lagatúlkun, í nafni mannúðar. Dómsmálaráðherra er einungis að gera skyldu sína þegar lögum er fylgt og því er ráðherrann ekki hinn versti maður,“ skrifar Vilhjálmur.