- Advertisement -

Dómgreindarleysi ríkisstjórnarflokkanna

…eitthvað sem er ekki byggt á kreddum og hæpinni hagfræði.

„Á meðan sífellt fleiri landsmenn horfa upp á atvinnumissi á næstu mánuðum með tilheyrandi tekjutapi og áhyggjum hafa stjórnarliðar sýnt mikið dómgreindarleysi, að alls ekki megi koma til móts við þann hóp annars muni hann ekki nenna að vinna,“ sagði Halldóra Mogensen á Alþingi.

„Fjármálaráðherra hefur beinlínis kallað það bjögun að auka stuðning við atvinnulausa, það verði að vera innbyggður sveltihvati í kerfinu til að fólk hangi ekki á bótum. Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, hefur bent á að allar helstu rannsóknir á vinnumarkaði sem hafa komið út í Bandaríkjunum frá tilkomu Covid-19 bendi til þess að hækkun bóta hafi ekki neikvæð áhrif á atvinnustig, ekki einu sinni þó að bæturnar hafi hækkað umfram lágmarkslaun. Þvert á móti hefur hækkunin orðið til þess að auka eftirspurn í hagkerfinu og þannig smurt hjól atvinnulífsins og stutt við hagvöxtinn sem ríkisstjórninni er svo annt um.“

Halldóra var ekki hætt gagnrýninni: „Ríkisstjórnin hefur klifað á því frá fyrstu dögum faraldursins að um tímabundið ástand sé að ræða en hefur samt fullkomlega skort hugrekki til að sjá tækifærin í hinu tímabundna til að reyna eitthvað nýtt í efnahags- og vinnumarkaðsmálum, eitthvað sem er ekki byggt á kreddum og hæpinni hagfræði.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Margt bendir til þess að akkúrat núna sé tíminn til að hækka fjárhagslegan stuðning við viðkvæmar stéttir, við viðkvæma hópa eins og atvinnulausa, öryrkja og aldraða, að nú sé kominn tími til að fækka hindrunum og skapa sveigjanleika fyrir fólk til að feta sig á þessum óvissutímum. Við verðum núna að fella niður skilyrði og skerðingar því að það er ekki einungis hugrakkt og mannúðlegt heldur mjög skynsamleg fjárfesting til framtíðar,“ sagði Halldóra Mogensen.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: