- Advertisement -

Dollari oftar en evra

Höfundur: Vilhjálmjur Birgisson.

Það er forvitnilegt að skoða inn á Hagstofunni hvaða gjaldmiðill það er sem við notum hvað mest hvað útflutning varðar.

Það kemur skýrt fram að það er bandaríkjadollar sem við eigum í langmestu viðskiptum með þegar við erum að selja okkar vörur og afurðir erlendis. En útflutningur þar sem dollari kom við sögu nam 623 milljörðum á árinu 2022 en útflutningur þar sem evran kom við sögu nam 263,4 milljörðum.

Með öðrum orðum þá námu útflutningsviðskipti Íslands með dollara 359 milljörðum meira en með evru eða sem nemur 135%

Það er mikilvægt fyrir okkur að vita hvaða gjaldmiðil við eigum í mestu viðskiptum með þegar umræða hvort hægt sé að taka upp nýjan gjaldmiðil hér á landi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: