- Advertisement -

DO: Treysta Biden ekki yfir þröskuldinn

Úti, laus úr ól­inni, er talið lík­leg­ast að hann fari út af í hverri þeirri beygju sem hann kem­ur í og geti jafn­vel líka farið út af beinu braut­inni.

Það er dæmalaust gaman að fylgjast með angist Moggans vegna komandi forsetakosninga vestra. Óveðurrskýin hrannast upp í lífi Trump. Og hvað gera menn þá. Jú, það sem þeir kunna best. Davíð ritstjóri er manna reyndastur í þessu. Ef illa gengur með eigið framboð þá er greinilega ekki annað að gera en ráðast að andstæðingnum. Þetta er alþekkt og mikið notað. Hér heima sem erlendis. Kíkjum í Mogga Davíðs:

„Fram­bjóðandi demó­krata, Joe Biden, hef­ur verið í fel­um mánuðum sam­an og er látið heita að þar sé um margra mánaða sótt­kví að ræða. Keppikeflið er að halda Biden í byrgi sínu eins lengi og flokk­ur­inn kemst upp með það.

Flokk­ur­inn treyst­ir sem sagt ekki fram­bjóðand­an­um sín­um yfir þrösk­uld í orðsins fyllstu merk­ingu. Úti, laus úr ól­inni, er talið lík­leg­ast að hann fari út af í hverri þeirri beygju sem hann kem­ur í og geti jafn­vel líka farið út af beinu braut­inni.

Það er ekki lognið hjá hjá forseta Bandaríkjanna. Stutt er til kosninga og vandinn er mikill. Vissulega er á brattanna að sækja.

Flokk­ur­inn hef­ur vissu­lega ástæður til að ótt­ast það að „biden-bjálfastrik­in“ muni snúa könn­un­um hratt við fái fram­bjóðand­inn að ganga laus og segja eitt­hvað sem hef­ur ekki verið skrifað fyr­ir hann á gagn­sæju ræðuspjöld­in hans. En spyrja má flokkstemj­ar­ana: En tak­ist ykk­ur að koma hon­um í Hvíta húsið, hvað þá? „Sá tími, á það vanda­mál,“ er svarið.

Kannski verða menn þá bún­ir að koma sér upp vara­for­seta sem má láta taka við.

Re­públi­kan­ar vilja hins veg­ar ólm­ir fá að eiga við Biden, þótt eng­inn „ut­anaðkom­andi“ hafi fengið að spyrja hann. Þegar Biden kom fram í fyrra­dag drógu jafn­vel helstu spuna­meist­ar­ar demó­krata ekki dul á að hann hefði vissu­lega verið full­kom­lega óá­huga­verður, hefði haft lítið sem ekk­ert fram að færa og verið bein­lín­is leiðin­leg­ur. „En,“ segja þeir, „það var ekki endi­lega vont. Fólkið í land­inu er komið með upp í kok“ bæta þeir við, „og vill miklu frem­ur lang­ar leiðindaþulur en hitt.“ Hvaða hitt? er þá spurt. „For­seta sem rýk­ur upp í morg­uns­árið eft­ir að hafa horft á yf­ir­lit frétta á ótal stöðvum, flengj­andi sér út með vafa­söm­um full­yrðing­um á net­miðla af ýmsu tagi, setj­andi allt þjóðfé­lagið á ann­an end­ann. Þegar aðstoðar­menn hans og sér­fræðing­arn­ir loks vakna er reynt að vinda ofan af vit­leys­unni og róa þjóðfé­lagið svo það nái að kyngja kornflexinu og koma sér í vinn­una án þess að fara á taug­um yfir dul­ar­full­um boðskap for­set­ans. Það eru lang­dreg­in leiðindi sem fólkið þráir á þess­um tíma­punkti hinn­ar trompuðu til­veru.“

Re­públi­kan­ar segj­ast aldrei áður hafa heyrt nokk­urn fram­bjóðanda fá þann vitn­is­b­urð sinna eig­in manna að aðals­merki hans væru framúrsk­ar­andi leiðindi og það að hafa þess utan minna en ekk­ert fram að færa.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: