Fréttir

DO: Rakalausar fullyrðingar um ójöfnuð

By Ritstjórn

April 01, 2019

Hægt hefði verið að halda kostnaði lægri með því að not­ast við er­lent og þar með ódýr­ara vinnu­afl. Ætli forkólf­ar í verka­lýðshreyf­ing­unni hlusti á slík sjón­ar­mið?

Davíð Oddsson í Hádegismóum gefur minna en ekki neitt fyrir fullyrðingar um ójöfnuð og virðist telja að há laun á Íslandi eigi drjúga sök á falli WOW.

Hann splæsir hluta leiðara í þessar dæmalausu hugrenningar sínar:

„Kaup og kjör hafa verið mjög til umræðu á liðnum mánuðum hér á landi og því gjarn­an haldið fram að laun séu mjög lág á Íslandi. All­ar töl­ur um sam­an­b­urð á milli landa benda að vísu til ann­ars og þegar skoðuð er þróun launa hér á landi á liðnum árum, ekki síst lægstu launa, þá sést glöggt að staðan hér er með besta móti og hef­ur farið hratt batn­andi. Töl­ur sýna einnig að jöfnuður launa er með allra mesta móti hér á landi, þvert á raka­laus­ar en allt of al­geng­ar full­yrðing­ar um annað.

Umræður í kjöl­far falls Wow air eru um­hugs­un­ar­verðar í þessu sam­bandi. Þeir sem til þekkja í flug­heim­in­um hafa bent á ýms­ar skýr­ing­ar á því hvernig fór, meðal ann­ars þá að flug­fé­lagið hafi lagt áherslu á að hafa ís­lenskt starfs­fólk. Hægt hefði verið að halda kostnaði lægri með því að not­ast við er­lent og þar með ódýr­ara vinnu­afl. Ætli forkólf­ar í verka­lýðshreyf­ing­unni hlusti á slík sjón­ar­mið?“