Hægt hefði verið að halda kostnaði lægri með því að notast við erlent og þar með ódýrara vinnuafl. Ætli forkólfar í verkalýðshreyfingunni hlusti á slík sjónarmið?
Davíð Oddsson í Hádegismóum gefur minna en ekki neitt fyrir fullyrðingar um ójöfnuð og virðist telja að há laun á Íslandi eigi drjúga sök á falli WOW.
Hann splæsir hluta leiðara í þessar dæmalausu hugrenningar sínar:
„Kaup og kjör hafa verið mjög til umræðu á liðnum mánuðum hér á landi og því gjarnan haldið fram að laun séu mjög lág á Íslandi. Allar tölur um samanburð á milli landa benda að vísu til annars og þegar skoðuð er þróun launa hér á landi á liðnum árum, ekki síst lægstu launa, þá sést glöggt að staðan hér er með besta móti og hefur farið hratt batnandi. Tölur sýna einnig að jöfnuður launa er með allra mesta móti hér á landi, þvert á rakalausar en allt of algengar fullyrðingar um annað.
Umræður í kjölfar falls Wow air eru umhugsunarverðar í þessu sambandi. Þeir sem til þekkja í flugheiminum hafa bent á ýmsar skýringar á því hvernig fór, meðal annars þá að flugfélagið hafi lagt áherslu á að hafa íslenskt starfsfólk. Hægt hefði verið að halda kostnaði lægri með því að notast við erlent og þar með ódýrara vinnuafl. Ætli forkólfar í verkalýðshreyfingunni hlusti á slík sjónarmið?“