- Advertisement -

DNB hríðfellur vegna Samherja

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Í byrjun vikunnar var markaðsvirði norska DNB-bankans um 3.510 milljarðar króna. Eftir verðfall í dag í kjölfar frétta um að bankinn væri undir glæparannsókn vegna Samherja-hneykslisins er markaðsvirðið komið niður í 3.262 milljarða. Það hafa því 258 milljarðar króna af áætluðu verðmæti bankans gufað upp vegna tengsla bankans við Samherja.

Íslensk stjórnvöld láta enn sem Samherja-hneykslið sé einangrað mál og gefi ekki tilefni til rannsóknar á peningaþvætti og annarri glæpastarfsemi Samherja í gegnum íslenska banka, mútum sem fyrirtækið kann að hafa borið á íslenska stjórnmálamenn til að lækka leiguverð á kvóta eða sambærilegum glæpum annarra stórútgerða hér heima og erlendis.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: