Djúpstæð vantrú fólks á Alþingi
Gunnar Smári skrifar:
Í síðustu kosningum fengu þeir flokkar sem sátu á þingi 82% atkvæða. 18% atkvæða fóru á nýja flokka og flokka sem ekki höfðu þingmenn.
Í kosningunum 2016 fengu flokkar á þingi tæp 84% atkvæða, rúm 16% fóru á nýja flokka. Í kosningunum 2013 fengu flokkar á þingi tæp 73% atkvæða. 27% kjósenda kusu nýja flokka eða flokkar sem ekki voru með þingmenn.
Þetta sýnir hversu djúpstæð vantrú fólks er á Alþingi og stjórnmálastéttina. Í öllum síðustu kosningum hafa það verið ný framboð sem hafa sveiflað til fylginu.
Ef við skoðum síðustu fjóra mánuðina fyrir kosningar þá féllu þingflokkarnir úr 92% samanlögðu fylgi í 82% fyrir kosningarnar 2017; úr 90% í 84% árið 2016 og úr 80% í 73% árið 2013. Þið eigið bara eftir að sjá flokkana á þingi skreppa saman og ný framboð sem stillt er upp gegn hinum geldu stjórnmálum vaxa.