- Advertisement -

Djúpríkið: Einbjörn, tvíbjörn…

Í Djúpríkinu geta þess gæjar allt sem þeir vilja.

Ný frétt úr Djúpríkinu, sem Styrmir nefnir svo.

Ingimundur Sigurpálsson er í aðalhlutverki. Hann er í tveimur hlutverkum. Báðum aðalhlutverkunum.

Hann er forstjóri Íslandspósts, þess sama og fékk hálfan annan milljarð úr almannasjóðum. Vegna mikils tapreksturs. Hann er einnig stjórnarformaður Isavia. Bæðiu djobbin gefa Ingimundi mikla peninga. Og unnin á sama vinnutímanum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jæja, Ingimundur, nú sem stjórnarformaður Isavia, ákveður að hækka laun forstjóra Isavia.

Næst er Ingimundur sem forstjóri Íslandspósts. Hann gerir kröfu um duglega launahækkun sem forstjóri. Hann rökstyður mál sitt með tilvitnun í launahækkun forstjóra Isavia, sem hann sjálfur ákvað.

Auðvitað voru laun Ingimundar hækkuð. Krafa Ingimundar þótti víst svo vel undirbúin og stutt með rökum. Það er launahækkun forstjóra Isavia.

Í Djúpríkinu geta þess gæjar allt sem þeir vilja.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: