- Advertisement -

Dimmraddaðar konur líklegri til árangurs

- konur dimmraddaðri en áður. Bassaraddir njóta meiri virðingar

Rannsóknir benda til þess að konur tali nú með mun dýpri röddu en áður. Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir hvað skýri þessa breytingu en margir aðhyllast þá kenningu að konur hafi bæði meðvitað og ómeðvitað dýpkað rödd sina til að fá aukið vægi í karllægu samfélagi.

Samkvæmt þeim njóta djúpar bassaraddir meiri virðingar en skrækar raddir og þyki valdmannslegri.

Bar saman upptökur

Í bókinni „The Human Voice“ sýndi fræðimaðurinn Anne Karpf fram á að konur tali nú með mun dýpri röddu en áður. í bókinni ber hún saman með um fimmtíu ára millibili. Í báðum tilvikum er um að ræða raddir kvenna á aldrinum 18 til 25 ára. Niðurstöðurnar eru sláandi en þær benda eindregið til þess að á þeim tæplega fimmtíu árum sem liðu á milli upptakanna hafi meðal kvenmannsrödd dýpkað um sem nemur allt að tveimur áttundum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að mati Anne Karpf bendir þessi breyting til þess að konur hafi meðvitað og í sumum tilvikum ómeðvitað dýpkað rödd sína til þess að hljóta meira vægi í karllægu samfélagi.

„Konur hafi á undaförnum 50 árum barist fyrir auknu vægi í annars karllægu samfélagi og þær gætu hafað dýpkað rödd sína til að svo megi verða. Djúp rödd gæti tengst valdi á einn eða annan hátt,“ sagði Anne.

Ekki allir sáttir

Margir hafa tekið undir skýringar Anne Karpf og þar á meðal sjónvarpskonur sem margar hverjar hafa þurft að dýpka rödd sína til að eiga von um frama í starfi.

„Kona sem ekki hefur snert af bassa í rödd sinni gæti átt erfitt uppdráttar sem sjónvarpseða fréttaþulur. Hún þyrfti að vera einstaklega fögur til þess að komast áfram án djúprar raddar,“ segir breski fréttaþulurinn Jon Snow.

Ekki eru þó allir fræðimenn sáttir við þessa félagslegu skýringu Anne Karpf og benda á að ástæðan gæti alveg eins verið líffræðileg. Vilja þessir sömu fræðimenn meina að á undanförnum fimmtíu árum hafi mataræði almennings stórbatnað með m.a. þeim afleiðingum að meðalhæð kvenna hefur vaxið töluvert. Hærra fólk hafi lengri raddbönd sem valdi síðan því að röddin verður dýpri. Hver sem skýringin á bak við þessa breytingu kann að vera er alveg ljóst að með áframhaldandi þróun gæti konum í karlakórum fjölgað ört á komandi árum og áratugum.

Þýska leikkonan Marlene Dietrich þótti vera með djúpa rödd en hún var gríðarlega vinsæl á 4. og 5. áratug sfðustu aldar.

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: