„Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfestir að hún hafi átt í samtölum við flokkssystkin sín til þess að kanna grundvöllinn til framboðs,“ segir í Moggadagsins.
„Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Ég er eins og fleiri að máta mig við mína stuðningsmenn og fólk í flokknum. Ég hef þungar áhyggjur af stöðu flokksins og ef það er eftirspurn eftir því að ég taki þátt í því verkefni sem blasir við okkur, þá mun ég ekki láta mitt eftir liggja,“ segir Diljá við Moggann.
„Þáttarstjórnandi lét í ljós þá skoðun að Diljá væri tæplega að hugleiða formannsframboð nema Guðlaugur Þór, samherji hennar innan flokksins, væri að verða afhuga því. Hún tók því ekki ólíklega og kvaðst að líkindum leggjast í ferðalög um landið til þess að eiga frekari samtöl við flokksfélaga sína. Þar kunna því fjórar konur að verða í framboði, jafnvel fleiri, þótt Hildur léti þess brosandi getið að hún gæfi ekki kost á sér.“