- Advertisement -

Demókratar: Joe Biden hefur tapað fylgi

Bernie Sanders er fastur í sama fylgi og í vor en Elizabeth Warren er á mikilli siglingu.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári Egilsson.

Nú eru aðeins þrír og hálfur mánuður þar til forkosningar demókrata í Iowa verða haldnar og dagana, vikurnar og mánuðina þar á eftir verða forkosningar í öðrum fylkjum eða sambærilegt val á frambjóðenda til forseta. Í sumar haust og hefur forskot Joe Biden, Elizabeth Warren og Bernie Sanders á aðra frambjóðendur aukist í skoðanakönnunum, aðrir virðast ekki eiga raunverulega möguleika á að lyfta sér upp. En kannanir eru mjög misvísandi um hver staðan er milli þessara þriggja, eiginlega út og suður. Hér eru nýjustu dæmin um þær skoðanakannanir sem njóta mestrar virðingar (innan sviga er breyting frá því í um mánaðamótin apríl/maí í vor):

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • Quinnipiac University:
  • Warren: 30% (+18 prósentustig)
  • Biden: 27% (–11 prósentustig)
  • Sanders: 11% (+/–0 prósentustig)
  • Fox News:
  • Biden: 32% (–3 prósentustig)
  • Warren: 22% (+13 prósentustig)
  • Sanders: 17% (+/–0 prósentustig)
  • YouGov:
  • Warren: 28% (+12 prósentustig)
  • Biden: 25% (–2 prósentustig)
  • Sanders: 13% (–3 prósentustig)

Þótt niðurstöður kannana séu misvísandi er sagan sem þær segja svipuð. Joe Biden hefur ekki tekist að auka við fylgi sitt og hefur tapað stuðningi, Bernie Sanders er fastur í sama fylgi og í vor en Elizabeth Warren er á mikilli siglingu. Ef við tryðum að framtíðin væri spegilmynd fortíðarinnar væri auðvelt að spá Warren öruggum sigri, að sigurganga hennar héldi áfram, Bernie myndi draga sig til baka og megnið af fylgi hans færast yfir á Warren. En framtíðin er ólíkindarskepna og skuldar fortíðinni ekkert. Fram að fyrstu forkosningum getur flest gerst sem raskar þessari stöðu. Einhver hinna sem mælast nú langt á eftir þeim gæti risið upp … og þó.

Barack Obama er sá frambjóðandi síðustu áratuga sem þykir hafa komið mest innan úr kuldanum, verið ólíklegasti sigurvegarinn í upphafi baráttu. En í október 2007 var staðan í skoðanakönnunum sú að Hillary Clinton mældist efst eins og hún hafði gert frá upphafi, var með 38% fylgi en Obama kom næstur með 24%, svo John Edwards með 12% en aðrir með miklu minna. Þá var ljóst á sama tíma árs hverjir væru raunverulegir keppendur og um hvað keppnin myndi snúast.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: