Fréttir

Delluhugmyd sem vatt upp á sig

By Gunnar Smári Egilsson

February 04, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Þetta er svo augljóst, að maður skammast sín fyrir að pósta þessu. En einhvern veginn hefur það magnast upp meðal stuðningsfólks meirihlutaflokkanna í Reykjavík og innan hægri-pressunnar að láglaunafólkið í Eflingu njóti ekki víðtæks stuðnings í kjarabaráttu sinni. Þessi delluhugmynd vindur þannig upp á sig að verið er að spyrja fólk og félög hvort þau styðji Eflingu. Auðvitað styður allt almennilegt fólk Eflingu. Þau sem það gera ekki eru Samtök atvinnulífsins, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðskiptaráð, Viðreisn o.s.frv. Og svo örfáir stuðningsmenn Samfylkingar, Pírata og VG í borginni, en það fólk hlýtur að sjá að sér innan örfárra mínútna og þrýsta á borgarfulltrúa sína að standa með láglaunafólkinu en ekki auðvaldinu.