- Advertisement -

Deila um boðsferð Samherja

Matthías Rögnvaldsson og Gunnar Gíslason. Þeir þáðu boð Samherja,

Tekist var á á síðasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar vegna boðsferðar sem tveir bæjarfulltrúar þáðu af Samherja og fóru á kostnað fyrirtækisins í þrjá daga til að vera viðstaddir þegar tveimur nýjum fiskiskipum Samherja voru gefin nöfn.

Það var Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar og fulltrúi L-lista, og Gunnar Gíslason Sjálfstæðisflokki sem þáðu boð Samherja. Það var hins vegar Sóley Björk Stefánsdóttir Vinstri grænum sem tók málið upp í bæjarstjórn. Sóley Björk og Preben Jón Pétursson, Bjartri framtíð, töluðu helst á móti ákvörðuninni um að þiggja boðsferðina.

„Æ skal gjöf til gjalda,“ sagði Sóley Björk þegar hún talaði um eðli þess að bjóða kjörnum fulltrúum verðmæti. Hún kallar eftir siðareglum bæjarfulltrúa. Matthías og Gunnar fullyrtu báðir að boðið muni ekki hafa áhrif á ákvarðanir þeirra í framtíðinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Sóley Björk Stefánsdóttir og Preben Jón Pétursson.
Þau deildu mest á að bæjarfulltrúarnir hafi þegið bo Samherja.

Aðrir voru sammála um að ekkert sé að því að þiggja gjafir sem þessar og líktu því við að þiggja rauðvínsglas við mótttökur hér og þar.

Baldvin Valdemarsson Sjálfstæðisflokki sagði stoltur af Samherja alla daga og bað viðstadda að ímynda sér Akureyri án Samherja. Samherji mun hafa boðið öllum bæjarfulltrúum til ferðarinnar, sem þeir Gunnar Gíslason og Matthías Rögnvaldsson þáðu.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: