Gunnar Smári skrifar:
Davíðsárin enduðu í Davíðshruni Davíðsbólunnar; öllu var þessu leikstýrt af Davíð Oddssyni og hirðinni í kringum hann. Þetta hefði betur mátt vera endalok hinna óðu nýfrjálshyggjuára, en því miður endurreisti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur svo til óbreytt kerfi byggt á hindurvitnum nýfrjálshyggjukenninga, svo nú erum við á síð-Davíðsárunum nálægt hápunkti síð-Davíðsbólunnar á leið í Davíðshrun hið síðara. Um Davíð sagði Ólafur Þ. Harðarson prófessor hér á Facebook: „DO er mesti ógæfumaður Íslandssögunnar í pólitík, Sturla Sighvatsson included“ og uppskar harmakvein og skammir Davíðs-klíkunnar. Þetta er hins vegar langt í frá of djúpt í árina tekið hjá Ólafi; Davíð eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn sem fjöldahreyfingu, hann eyðilagði skattkerfi, félagslega húsnæðiskerfið, einkavæddi bankanna með ömurlegum afleiðingum, kallaði Hrunið yfir þjóðina með afglöpum sínum, svo fátt eitt sé nefnt. Ef stjórnmálafólk vill rata út úr þeirri blindgötu sem Davíð dró þjóðina inn í ættu þeir að spyrja sig í hverju máli: Hvað myndi Davíð gera? Og gera svo það gagnstæða.