- Advertisement -

Davíð vissi hvað hann söng

Er að hlusta og horfa á útsendingu frá Alþingi. Þá rifjast upp samtal sem ég átti við tvo nýja þingmenn Sjálfstæðisflokksins í árdaga Viðeyjarstjórnarinnar. Báðir áttu þeir eftir að verða ráðherrar. Það er annað mál.

Við sátum þrír í kringlu þinghússins. Allir nýliðar. Þeir sem þingmenn og ég þingfréttamaður. Ég hafði orð á því að þeir tækju sjaldan og jafnvel aldrei þátt í umræðum í þingsalnum. Einkum þegar deilur voru harðar.

Þeir sögðust ekki mega gera það. Davíð bannaði þeim slíkt. Rök hans voru að þeir hefðu engu við að  bæta og eins gæfu þeir þá stjórnarandstæðingum óþarfa færi á sér og að endingu að þeir myndu þá lengja þingfundina.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta rifjaðist upp þegar ég hlustaði á stjórnarþingmann áðan. Núverandi forystufólk ætti að hugleiða taktík Davíðs.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: