- Advertisement -

Davíð viss um stórsigur Trumps í Hæstarétti

Stjórnmál Davíð Oddsson er trúlega einarðasti stuðningsmaður Donalds Trump á Íslandi. Eflaust líka þó víðar væri leitað. Davíð sparar hvorki sjálfan sig né Moggann í kosningabaráttunni vestra.

„Það hef­ur sjald­an verið snún­ara að fylgj­ast með kosn­inga­bar­átt­unni í Banda­ríkj­un­um en nú. Og kem­ur margt til. Dóms­málaráðuneytið vestra, sem stýrt er af demó­kröt­um, geng­ur ótrú­lega langt í því að nota afl þess ráðuneyt­is til að tryggja að and­stæðing­ur flokks­ins, Don­ald Trump, þurfi að flengj­ast á milli dóm­stóla, sem dóm­ar­ar skipaðir af demó­kröt­um stjórna, í fjölda ríkja. Að því skal vikið hér síðar,“ segir í leiðara dagsins.

Næst rekur ritstjóri Moggans hversu margar hindranir forsetinn fyrrverandi þarf að yfirstíga. Hindranir sem demókratar hafa lagt í götu hans. Sem vel má vera rétt. Síðasti hluti leiðarans er um hversu öruggur Trump er um sigur fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Davíð sleppir að nefna að meirihluti dómara þar var skipaður af Trump á valdatíð hans:

„Eft­ir þenn­an þátt þessa skrítna máls eru flest­ir þeirra, sem best þekkja til, þeirr­ar skoðunar að lík­leg­ast sé að dóm­ur Hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna falli 8-1 eða 9-0, Trump í vil.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: