„Ríkisstjórnin með meirihluta þingsins að baki getur tryggt þessa lausn og þar með nauðsynlegan frið á vinnumarkaði við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja,“ skrifar Davíð Oddsson, ritstjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, í blað sitt í dag. Þarna kallar Davíð eftir lagasetningu á aðgerðir láglaunafólks.
„Hér á landi er sú fjarstæðukennda staða uppi að í miðjum heimsfaraldrinum standa yfir harðar launadeilur og jafnvel verkföll sem óhjákvæmilega munu gera efnahagslegar afleiðingar miklum mun verri en ella. Þetta er ástand sem engin leið er að réttlæta og verður að ljúka tafarlaust. Verkfallsátök verða einfaldlega að bíða betri tíma, það skilja allir. Ein leið út úr þeim væri að tryggja öllum sömu hækkun og langflestir launþegar hafa þegar samið um og fresta frekari átökum þar til landsmenn og heimsbyggðin hafa jafnað sig á kórónuveirunni.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar í sama blað. Hann er lítið eitt mýkri en Davíð: „Aðilar vinnumarkaðarins ættu að fresta kjaradeilum fram á haust, e.t.v. með skammtímasamningum,“ skrifar formaður Miðflokksins