- Advertisement -

Davíð vill stöðva verkföll með lögum

„Rík­is­stjórn­in með meiri­hluta þings­ins að baki get­ur tryggt þessa lausn og þar með nauðsyn­leg­an frið á vinnu­markaði við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja,“ skrifar Davíð Oddsson, ritstjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, í blað sitt í dag. Þarna kallar Davíð eftir lagasetningu á aðgerðir láglaunafólks.

„Hér á landi er sú fjar­stæðukennda staða uppi að í miðjum heims­far­aldr­in­um standa yfir harðar launa­deil­ur og jafn­vel verk­föll sem óhjá­kvæmi­lega munu gera efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar mikl­um mun verri en ella. Þetta er ástand sem eng­in leið er að rétt­læta og verður að ljúka taf­ar­laust. Verk­falls­átök verða ein­fald­lega að bíða betri tíma, það skilja all­ir. Ein leið út úr þeim væri að tryggja öll­um sömu hækk­un og lang­flest­ir launþegar hafa þegar samið um og fresta frek­ari átök­um þar til lands­menn og heims­byggðin hafa jafnað sig á kór­ónu­veirunni.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar í sama blað. Hann er lítið eitt mýkri en Davíð: „Aðilar vinnu­markaðar­ins ættu að fresta kjara­deil­um fram á haust, e.t.v. með skamm­tíma­samn­ing­um,“ skrifar formaður Miðflokksins

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: