Fréttir

Davíð vill koma hlekkjum á Sólveigu Önnu

By Miðjan

January 27, 2023

„Þess­ir at­b­urðir á vinnu­markaði hljóta að kalla á það, þegar þess­ari samn­inga­törn lýk­ur, að farið verði ræki­lega yfir þau lög sem gilda í land­inu um þenn­an mik­il­væga þátt þjóðlífs­ins. Það er auðvitað óþolandi að stórt fé­lag leit­ist við að sprengja upp samn­inga annarra stétt­ar­fé­laga, þar sem samn­ing­ar hafa hlotið mjög öfl­ug­an stuðning nán­ast allra þeirra launþega sem áttu hlut að máli. Það átti að gera með því að beita brögðum og glopp­um í laga­setn­ingu, en þær glopp­ur hafa ekki verið mis­notaðar hingað til, því eng­inn hafði haft vilja eða hug­mynda­flug til þess,“ segir í leiðara Moggans í dag.

Viljandi er öllu þarna snúið á haus. Hefði Efling náð fram betri samningi en þau sem hafa samið hingað til, hefði það engin áhrif á áður gerða samninga. Það vita allir. Sumir vilja gera sitt til að villa um fyrir fólki. Þar ætlar Mogginn að vera í forystu.

Í leiðaranum segir: „Útspil for­ystu­manna verka­lýðsfé­lags­ins og til­raun­ir til að fá ör­fáa aðila úr þeim hópi til að sprengja hag­fellda samn­inga í loft upp, samn­inga sem yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti launa­manna hafði þegar samþykkt, er und­ar­legt. Samn­inga, sem eru að auki til til­tölu­lega skamms tíma.“

Þetta er hreint bull og sýnir innræti þess sem skrifar.