- Advertisement -

Davíð, útgerðin og Jóhönnustjórnin

Stjórnmál / Einn meginþátturinn með útgáfu Moggans er að verja stjórnarskrána. Að berjast gegn hugsanlegum breytingum á „lýðveldisstjórnarskránni“. Davíð Oddsson þjónar sínum herrum í Reykjavíkurbréfi morgundagsins.

„Jó­hönnu­stjórn­in notaði mein­lok­ur eins og fíkni­efni að fest­ast í. Ein þeirra var að hér yrði að breyta stjórn­ar­skránni þar sem alþjóðlega banka­kerfið fékk skell snemma á nýrri öld sem marg­ur laskaðist í að ósekju. Ótal þjóðir komu sár­ar frá þeirri kreppu. Engri þeirra datt þó í hug að kenna bæri stjórn­ar­skránni um ófar­irn­ar. Aldrei var reynt að út­skýra hér hvað stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins hefði með bankakrepp­una að gera. En það skrýtna er að þótt mein­lokuliðið sjálft sé að mestu á bak og burt er rugl­inu haldið við af þeim sem síst skyldi.

Helst var því haldið á lofti að stjórn­ar­skrá­in væri göm­ul og hefði komið frá dönsk­um kóngi fyr­ir meira en hundrað árum og hann hefði áður fengið hana frá meg­in­land­inu með áþekk­um hætti og Banda­ríkja­menn fengu sína. Stjórn­ar­skrá Breta er miklu eldri en all­ar þess­ar, og hún hef­ur elst svo dæma­laust vel vegna þess að þar hef­ur þeim ekki enn hug­kvæmst að færa hana í let­ur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: