„Annar vandi heilbrigðiskerfisins, hinum fyrrnefnda ekki ótengdur, er tregðan til að treysta einkaaðilum hér á landi til að veita heilbrigðisþjónustu. Þetta á sinn þátt í að kerfið er dýrt og frekar til marks um eyðslustefnu en sveltistefnu. Aukin þátttaka einkaaðila innanlands hefur hins vegar mætt litlum skilningi, svo ekki sé fastar að orði kveðið, einkum hjá Samfylkingu og öðrum uppnámsflokkum. Þeir segjast vilja betra heilbrigðiskerfi en eru ekki tilbúnir í þær breytingar sem þarf til að ná því fram. Eina lausnin sem þeir sjá eru enn meiri ríkisútgjöld,“ segir í lok leiðara Moggans í dag. Er þeir flokkar sem ekki starfa í anda Valhallar orðnir uppnámsflokkar? Er þetta hrósyrði eða hrakyrði?