Fréttir

Davíð um Biden: „Var ekk­ert skárra til?“

By Miðjan

July 16, 2020

„Það sé ekki endi­lega verið að kjósa Joe inn held­ur fyrst og síðast verið að kjósa Trump út,“ skrifar Davíð Oddsson í leiðara dagsins. Davíð gefur ekki mikið fyrir Biden: „Kór­ónu­veir­an hjálp­ar bæði til að gera Trump tor­tryggi­leg­an og fela Biden frá bjálfa­hætti.“

„Joe Biden verður ekki nema 78 ára í haust. Biden hafði staðið sig slak­lega í próf­kjör­inu og óþægi­lega oft verið úti á þekju svo aumk­un­ar­vert var. Það er ekki bundið við Biden að þegar slíkt ferli er orðið jafn áber­andi og í hans til­viki get­ur það ekki annað en versnað með hverj­um mánuði. Úrræðin hafa verið að geyma fram­bjóðand­ann ofan í kjall­ara, þar sem ein­ung­is inn­vígðir nálg­ast hann og setja hon­um fyr­ir tal­spjöld sem hann á erfitt með að klúðra. Hugs­un­in virðist vera sú að velja með Biden vara­for­seta­efni sem getið svo tekið embættið yfir við fyrsta tæki­færi, ná­ist að fella Trump for­seta,“ skrifar 72 ára gamall ritstjóri Moggans.

„Það má vel vera að rétt­læt­ing demó­krata á að styðja fram­boð Bidens, þótt hann sé fyr­ir löngu kom­inn fram yfir síðasta sölu­dag, megi rétt­læta með þess­um hætti. En ekki er hátt á því risið. Var ekk­ert skárra til?“