„Það sé ekki endilega verið að kjósa Joe inn heldur fyrst og síðast verið að kjósa Trump út,“ skrifar Davíð Oddsson í leiðara dagsins. Davíð gefur ekki mikið fyrir Biden: „Kórónuveiran hjálpar bæði til að gera Trump tortryggilegan og fela Biden frá bjálfahætti.“
„Joe Biden verður ekki nema 78 ára í haust. Biden hafði staðið sig slaklega í prófkjörinu og óþægilega oft verið úti á þekju svo aumkunarvert var. Það er ekki bundið við Biden að þegar slíkt ferli er orðið jafn áberandi og í hans tilviki getur það ekki annað en versnað með hverjum mánuði. Úrræðin hafa verið að geyma frambjóðandann ofan í kjallara, þar sem einungis innvígðir nálgast hann og setja honum fyrir talspjöld sem hann á erfitt með að klúðra. Hugsunin virðist vera sú að velja með Biden varaforsetaefni sem getið svo tekið embættið yfir við fyrsta tækifæri, náist að fella Trump forseta,“ skrifar 72 ára gamall ritstjóri Moggans.
„Það má vel vera að réttlæting demókrata á að styðja framboð Bidens, þótt hann sé fyrir löngu kominn fram yfir síðasta söludag, megi réttlæta með þessum hætti. En ekki er hátt á því risið. Var ekkert skárra til?“