Fréttir

Davíð til varnar stjórnarskránni

By Miðjan

November 03, 2020

„Eng­inn hafði velt stjórn­ar­skrár­mál­um fyr­ir sér! Eng­inn heyrt á það minnst að ís­lenska stjórn­ar­skrá­in væri vand­ræðagrip­ur!“

Þetta er hluti þess sem má lesa í leiðara Moggans í dag. Núverandi eigendur Moggans hafa lýst því yfir að ein helsta ástæða þess að peningum sé ausið í endalausan taprekstur Moggans sé sá að berjast gegn stjórnarskrárbreytingum. Og það er gert.

Davíð amast enn við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms: „Rík­is­stjórn Jó­hönnu og Stein­gríms var ráðin í því að ganga er­inda er­lendra fjár­glæframanna gagn­vart eig­in þjóð og gerði til­raun til að hengja skuld­ir sem glæframenn höfðu sjálf­ir stofnað til á herðar ís­lensks al­menn­ings. Með því átti að kenna stjórn­mála­leg­um and­stæðing­um um at­ferlið og láta slík­ar full­yrðing­ar ganga um langt ára­bil. Það tókst ekki eins vel og til stóð, þar sem tekið var á móti í því til­viki.“

Hann heldur áfram: „Til hliðar við þetta var soðin upp staða og látið eins og sú væri bein af­leiðing af banka­áfall­inu hér, þótt það hefði sömu megin­á­stæðu sem gerði vest­ræn­um þjóðum al­mennt erfitt fyr­ir. Það var ákveðið að á Íslandi hefði ís­lenska stjórn­ar­skrá­in verið und­ir­rót ófar­anna!“

Ritstjóranum, sem í dag notar upphrópunarmerki slag í slag, þykir ekki mikið til viðmótskraft nú starfandi stjórnmálafólks koma:

„En engu er lík­ara en að ís­lensk­ir stjórn­mála­menn, og jafn­vel þeir sem eiga þó að telj­ast í fremstu röð, séu hrædd­ir þetta hávaðafólk. Það hef­ur þó enga stöðu nema þenn­an hávaða.“