- Advertisement -

Davíð: Það er svigrúm til skattalækkana – vantar viljann?

Stjórnmál „Þau rök að ekki sé svigrúm til skattalækkana standast ekki þegar horft er til mikillar tekjuaukningar ríkissjóðs á síðustu árum. Svigrúmið er fyrir hendi en spurningin er hvort viljinn er það einnig. Skattalækkanir eru spurning um forgangsröðun og eftir gríðarlegar skattahækkanir vinstri stjórnarinnar allt síðasta kjörtímabil er löngu tímabært að forgangsraðað verði í þágu skattgreiðenda,“ skrifar Davíð Oddsson í leiðara Morgunblaðsins í dag.

Hann bendir á að greiðsluppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tíu mánuði ársins. „Þar er ýmislegt að finna sem bendir til að of hægt hafi verið farið í skattalækkanir á kjörtímabilinu.“

Munar um minna

„Skatttekjur og tryggingagjöld hækkuðu um 8,6% á fyrstu mánuðum þessa árs frá fyrra ári eftir að hafa það ár hækkað um 9,9% á milli ára. Uppsafnað er þetta nær fimmtungs tekjuvöxtur á tveimur árum og munar um minna,“ skrifar Davíð.

Lækka þarf tryggingagjaldið

„Tekjur af tryggingagjöldum námu 64 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins og jukust um 7,4% frá fyrra ári. Á sama tíma dróst atvinnuleysi verulega saman og er augljóst að lækka þarf tryggingagjaldið til að lagfæra þessa óeðlilegu þróun og létta óhóflegum álögum af atvinnulífinu.

Umræða um fjárlög næsta árs stendur nú sem hæst og þó að lítill vilji hafi enn komið fram til lækkunar skatta hefur stjórnarmeirihlutinn enn tækifæri til að tryggja að almenningur og fyrirtæki njóti aukinna umsvifa í hagkerfinu og vaxandi tekna ríkissjóðs með lækkun skatthlutfalla.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: