Fréttir

Davíð tekur upp hanskann fyrir Vigdísi

By Ritstjórn

August 17, 2020

Davíð Oddsson, ritstjóri Moggans, tekur upp hanskann fyrir Vigdísi Hauksdóttur vegna átakanna sem hún á í innan ráðhússins.

„En það er ekk­ert fag­legt eða vandað við það að emb­ætt­is­menn munn­höggv­ist við kjörna full­trúa eða að emb­ætt­is­menn taki í raun ákv­arðanir sem aðrir beri ábyrgð á. Kom­inn er tími til að kjörn­ir full­trú­ar ræði þessa þróun og leggi í það minnsta mat á hvort ekki hef­ur verið gengið of langt í þá átt að færa völd­in frá þeim til and­lits­lausra og ábyrgðarlausra emb­ætt­is­manna,“ segir meðal annars í leiðara Moggans í dag.