- Advertisement -

Davíð skýtur beint á ská á Bjarna

…að Ísland sé með eina mestu skatt­heimtu meðal þróaðra ríkja.

Davíð Oddsson hefur margsinnis skotið á Bjarna Benediktsson vegna þeirrar skattagleði sem hann telur ráða í huga Bjarna. „Í þeirri niður­sveiflu sem Íslend­ing­ar upp­lifðu fyr­ir um ára­tug greip vinstri­stjórn­in til þess vafa­sama ráðs að hækka skatta stór­kost­lega,“  skrifar Davíð í Staksteina dagsins. Bjarni hafði einmitt stórorð um að afnema allar skattabreytingar Steingríms og Jóhönnu. Þegar hann sagði þetta klappaði Valhöllin öll.

Davíð hefur skrifað um að efndir séu rýrar eftir að valdasetu Bjarna. Davíð virðist orðinn bitminni en áður. Hann gefst samt ekki upp og nýtir sér Ásdísi Kristjánsdóttur, frá Samtölum atvinnulífsins, til að segja það sem hann hefði kannski viljað. Ásdís fær orðið:

„Fyr­ir vikið er skatt­heimta í dag mun meiri en fyr­ir 10 árum. Tryggingargjaldið, tekju­skatt­ur fyr­ir­tækja og ein­stak­linga, veiðigjaldið og fjár­magn­s­tekju­skatt­ur eru allt dæmi um skatta sem eru hærri í dag en und­ir lok síðustu upp­sveiflu. Þá eru skatt­ar eins og banka­skatt­ur, sér­stak­ur og al­menn­ur fjár­sýslu­skatt­ur, gistináttaskattur og kol­efn­is­gjald dæmi um nýja skatta. Á ár­inu 2019 er áætlað að ár­leg­ar tekj­ur rík­is­sjóðs af nýj­um skött­um og skatta­hækk­un­um verði ríf­lega 115 millj­arðar króna. Sam­svar­ar það um 15% af heild­ar­skatt­tekj­um rík­is­ins. Þrátt fyr­ir að boðaðar séu skatta­lækk­an­ir á ár­un­um 2020-2021 þá munu heim­ili og fyr­ir­tæki enn greiða 97 millj­arða króna vegna skattahækkana síðustu 10 ára.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ásdís bend­ir líka á að Ísland sé með eina mestu skatt­heimtu meðal þróaðra ríkja. Það hlýt­ur að vera óhætt að vinda aðeins meira ofan af vinstri skött­un­um,“ skrifar Davíð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: