Davíð Oddsson hefur margsinnis skotið á Bjarna Benediktsson vegna þeirrar skattagleði sem hann telur ráða í huga Bjarna. „Í þeirri niðursveiflu sem Íslendingar upplifðu fyrir um áratug greip vinstristjórnin til þess vafasama ráðs að hækka skatta stórkostlega,“ skrifar Davíð í Staksteina dagsins. Bjarni hafði einmitt stórorð um að afnema allar skattabreytingar Steingríms og Jóhönnu. Þegar hann sagði þetta klappaði Valhöllin öll.
Davíð hefur skrifað um að efndir séu rýrar eftir að valdasetu Bjarna. Davíð virðist orðinn bitminni en áður. Hann gefst samt ekki upp og nýtir sér Ásdísi Kristjánsdóttur, frá Samtölum atvinnulífsins, til að segja það sem hann hefði kannski viljað. Ásdís fær orðið:
„Fyrir vikið er skattheimta í dag mun meiri en fyrir 10 árum. Tryggingargjaldið, tekjuskattur fyrirtækja og einstaklinga, veiðigjaldið og fjármagnstekjuskattur eru allt dæmi um skatta sem eru hærri í dag en undir lok síðustu uppsveiflu. Þá eru skattar eins og bankaskattur, sérstakur og almennur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald dæmi um nýja skatta. Á árinu 2019 er áætlað að árlegar tekjur ríkissjóðs af nýjum sköttum og skattahækkunum verði ríflega 115 milljarðar króna. Samsvarar það um 15% af heildarskatttekjum ríkisins. Þrátt fyrir að boðaðar séu skattalækkanir á árunum 2020-2021 þá munu heimili og fyrirtæki enn greiða 97 milljarða króna vegna skattahækkana síðustu 10 ára.“
„Ásdís bendir líka á að Ísland sé með eina mestu skattheimtu meðal þróaðra ríkja. Það hlýtur að vera óhætt að vinda aðeins meira ofan af vinstri sköttunum,“ skrifar Davíð.