Fyrir okkur sem eru hvorki innmúruð né innvígð getur verið ágætt að lesa Reykjavikurbréf Davíðs. Í blaði morgundagsins er einn kafli sem ber af öðrum og lýsir á snilldarlega hátt hugarfari ritstjóra Moggans. Þetta er svo geggjað:
„Eitt skrítnasta fyrirbæri þjóðmálanna er áráttan að endilega þurfi að breyta hér stjórnarskránni þar sem hér varð efnahagslegur skellur eins og á Vesturlöndum. Hvergi annars staðar hefur nokkrum manni dottið í hug að þess vegna væri nauðsynlegt gera atlögu að stjórnarskrá viðkomandi lands. Aldrei hefur verið bent á eitthvað sem tengir stjórnarskrána við að „hér varð hrun“. Jóhanna og Steingrímur töldu bæði að nú hefði þeim gefist óvænt tækifæri sem aldrei kæmi aftur til að efna til óvildar og ófriðar sem nýta mætti gegn öllu því sem þau höfðu hatast við svo lengi.“
Næst spyr Davíð um stjórnarskrána og flokkinn sinn:
„En hvaða erindi á Sjálfstæðisflokkurinn í þetta verk sem á ekki aðra rót en í súrrandi hatri þessara hjúa? Eina skýringin sem fæst út úr stjórnkerfinu er sú að það verði að auðvelda embættismönnum, sem nú ráða hvarvetna ferðinni, að afsala fullveldi landsins í hlutum, „þegar það er nauðsynlegt“.“
Við vitum öll hvaða hlutverk Sjálfstæðisflokkurinn hefur í þessu máli. Hann kemur í veg fyrir allar breytingar á stjórnarskránni sem og þá stöðvar hann að tekin verði upp ný stjórnarskrá. Flokkurinn valdi Birgi Ármannsson í það hlutverk. Hann hefur skiað flokki sínum fullkomnum árangri. Auðvitað veit Davíð þetta. Hann er bara stundum með látalæti.