Leiðari Moggans fjallar um fjárhagsstöðu Reykjavíkur. Sem er hreint ömurleg. Hvar sem á er litið. Í lok leiðarans koma furðu skrif sem ekki er hægt að skilja að fullu. Davíð rekur þar hornin í forystukonu Sjálfstæðisfflokksins í Reykjavík. Án þess þó að skýra við hvað er átt.
„Á sama tíma stendur borgarstjórinn í stórkostlegu leynibraski við fjáraflamenn, án þess að um það fari fram umræða í borgarstjórn. Ekki hefur verið upplýst hvort tilvonandi borgarstjóri taki þátt í þeim leik, og enginn borgarfulltrúi minnihlutans virðist hafa komið nálægt þessu nema ef vera skyldi oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem er þó bullandi vanhæfur til þess. Því er haldið að borgarfulltrúum að „djúp leynd verði að vera um málið af samkeppnisástæðum“. Samkeppni hverra? Dagur einn knúði á um leynd.“