Davíð örlagavaldur að borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, skrifaði á Facebook:
„Örlagaríkur dagur 17. janúar 2008. Daginn sem Fischer dó varð nýtt upphaf milli mín og Sjálfstæðisflokksins, fyrir tilstilli Davíðs Oddssonar.
Á sextugsafmæli Davíðs Oddssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur 17. janúar 2008 tók ég í útrétta samstarfshönd Davíðs Oddssonar og myndaði meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn viku síðar, 24. janúar 2008.“
Það var þá handtak Davíðs sem leiddi Ólaf F. og hans gamla flokk. Sjálfstæðisflokkinn saman. Sem varð síðan til þess að Ólafur, þá í Frjálslyndaflokknum, myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Meirihluta sem varð ekki langlífur.
Ólafur orti nú af þessu tilefni:
17. janúar 2008.
Á sextugsafmæli Davíðs dó
drengur góður – Fischer var.
Erfiður maður – elskaður þó
á Íslandi kembdi hærurnar.
Vinabönd þá voru efld
verðug mín leið á tindinn lá.
Fléttan var síðar að fullu tefld
forystunni ég hlaut að ná.