- Advertisement -

Davíð og Styrmir hrífast af Haraldi

„Von­andi nota þing­menn­irn­ir sum­arið vel til þess að átta sig á stöðunni. Hún er al­var­leg.“

Í átakaveðrinu sem geisar í Sjálfstæðisflokki láta tveir helstu andstæðingar núverandi forystu, Davíð Oddsson og Styrmir Gunnarsson, sem þeir sjái von um logn og sáttir. Það er Haraldur Benediktsson þingmaður sem er vonarstjarna þeirra. Haraldur setti fram afar ótrúverðuga hugmynd til lausnar innanflokksátökunum vegna orkupakkans. Hann vill að flokkur lofi flokksfólki og öðrum Íslendingum að komi til lagningu sæstrengs verði þjóðin spurð í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vilji sæstreng eða ekki.

Íslensk pólitík hefur áður boðað til þjóðaratkvæðis. Árið 2012 sagði þjóðin hug sinn vegna stjórnarskrárinnar. Pólitíkin, eflaust með samþykki þeirra Davíðs og Styrmir, gerði ekkert með þá niðurstöðu. Og því þá nú? Í huga Davíðs og Styrmis snýst þetta ekki um þjóðarvilja, einungis um Sjálfstæðisflokkinn.

„Har­ald­ur hef­ur löng­um sýnt að hann er góður og gegn þingmaður sem tek­ur starf sitt al­var­lega,“ segir í Staksteinum Davíðs þar sem hann vitnar í Styrmi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„…að þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins standi ekki al­veg á sama.“

Það er alla vega já­kvætt. Ein vís­bend­ing um þetta er grein Har­ald­ar Bene­dikts­son­ar, alþing­is­manns, í Morg­un­blaðinu fyr­ir helgi, þar sem hann viðrar hug­mynd­ir um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um sæ­streng,“ segir einnig í skrifum þeirra félaga, Davíðs og Styrmis.

Þeir benda og á þingmenn flokks­ins hafi leitað eft­ir sam­töl­um við virka flokks­menn í hverfa­fé­lög­un­um í Reykja­vík um málið.

„Það er líka já­kvætt. En orðin ein duga ekki til. Von­andi nota þing­menn­irn­ir sum­arið vel til þess að átta sig á stöðunni. Hún er al­var­leg.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: